Naglaskólar Pronails
Fyrirtækið Pronails er einn virtasti naglavöruframleiðandi í heimi.
Ásamt því að framleiða naglavörur rekur fyrirtækið naglaskóla víða um heim og hefur Naglaskóli Pronails á Íslandi verið starfræktur í tæp 20 ár og útskrifað fjölda naglafræðinga með diplóma gráðu í naglafræðum.
Allir kennarar skólans sækja þjálfun og endurmenntun erlendis reglulega.
Vörurnar sem notaðar eru við kennsluna koma eingöngu frá Pronails.
Naglaskóli Pronails á Íslandi býður upp á metnaðarfullt nám og þjálfun ásamt vönduðum vörum og tækjum til að vinna með.
Fyrir utan diplómanámið býður skólinn upp á styttri námskeið í endurmenntun fyrir útskrifaða naglafræðinga.
Ef þú ert eigandi snyrtistofu , hársnyrtistofu eða sólbaðsstofu er hér flott tækifæri til að bæta við ykkar þjónustu með því að læra að gera Pronails neglur og selja vörur tengdar þeirri þjónustu.
Kennslan fer fram á Smáratorgi 3, 2. hæð,
200 Kópavogi
sími 588 8500.