SKILMÁLAR OG REGLUR

Upplýsingar um félagið:

Hjölur slf kt 590312-0100, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur, Sími 588 5800, email sala@hjolur.kerfisstreymi.is

Afhending

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Kvittun jafngildir ekki afgreiðslu, við áskiljum okkur rétt til að bakfæra pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar. Þegar vara er farin í póst berst þér staðfesting þess eðlis. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga en póstsending getur tekið 1-4 daga. Einnig er hægt að velja að sækja vörur til okkar.

Greiðslur og öryggi við pantanir – dulkóðun

Eftirfarandi kort er hægt að nota í vefverslun okkar:

Visa
Mastercard
Maestro (veltur á þjónustuaðila korthafa)
Greiðslan mun birtast á kortayfirliti þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.

Netverð (verð)

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.

Virðisaukaskattur er innifalinn í verði, flutningsgjald bætist við í greiðsluferli ef valið er að fá vörur póstsendar. Vinsamlegast athugaðu að verðið á netversluninni getur breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Vörur

Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir.

Skilaréttur

Við bjóðum upp á endurgreiðslu vara innan 14 daga frá kaupum ef viðkomandi er óánægður með vöruna, en greiðum ekki sendingarkostnað ef vörur eru sendar til baka. Athugið að taka þarf fram hvað það var sem að óánægja var með og pöntunarnúmer skal sent á netfangið sala@hjolur.kerfisstreymi.is

Öryggi vefsvæðis

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Notast er við SSL kóðun til að tryggja dulkóðun kortanúmersins og annara persónugagna, en kóðunin uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavernd á netinu.

Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search